Maturinn sem drottningin hefur aldrei borðað

Elísabet Englandsdrottning borðar ekki pítsur.
Elísabet Englandsdrottning borðar ekki pítsur. mbl.is/TOLGA AK­MEN

Bretlandsdrottning hefur ekki lifað „eðlilegu“ lífi, en hún ólst upp í höllum með starfsfólk sem þjónustar hana við hvert fótmál. En það sem vekur áhuga okkar er að hún hefur aldrei borðað pítsu!

Hennar hátign, Elísabet önnur, drottning Stóra-Bretlands og Norður-Írlands, hefur aldrei borðað flatböku að sögn Darrens McGradys, fyrrverandi kokks drottningarinnar. Drottningin hefur sem sagt aldrei sökkt tönnunum í ostafylltar brauðstangir frá Dominos eða pepperóníveislu í formi pönnupítsu – og þá veit hún svo sannarlega ekki hvað hún er að fara á mis við.

Darren starfaði í höllinni í 15 ár og aldrei var borin pítsa á borð fyrir drottninguna þótt aðrir í fjölskyldunni borði pítsu, en kokkurinn matreiddi oft á tíðum flatbökur fyrir prinsana William og Harry. Hann bætir því þó við að drottningin sé sólgin í dökkt súkkulaði, sem er ánægjulegt að vita; að hún eigi það til að leyfa sér góðgæti í hversdagsleikanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert