Besta húsráðið á netinu í dag

Við getum alltaf á okkur húsráðum bætt - og þetta …
Við getum alltaf á okkur húsráðum bætt - og þetta er algjör snilld! mbl.is/colourbox

Það hljómar vel að steikja beikon á pönnu eða annan mat sem gleður bragðlaukana. En við slíka matargerð sitjum við uppi með fitu eða aðrar matarleifar á pönnunni sem getur reynst erfitt að losa sig við.

Flest vitum við að það þykir alls ekki gott fyrir niðurföllin ef við hellum matarfitu eða öðru álíka niður í vaskinn. Og á meðan fitan er heit á pönnunni er heldur ekki góð hugmynd að hella henni beint í ruslið, því þá sitjum við uppi með annað verkefni – að þrífa tunnuna.

Kona nokkur í Alabama deildi húsráði á síðunni Beyond the Hem Boutique, þar sem hún leysir allan þann vanda er tengist ofangreindu „vandamáli“. Hið einfalda ráð til að halda niðurfallinu hreinu og losa okkur við fitu og annan fitugan mat, jafnvel kaffirestar, er að setja álpappír í niðurfallið. Best sé að búa til nokkurs konar skál sem þú hellir fitunni ofan í, lætur svo kólna og getur þá hent. Sniðugt ekki satt!

Það er gargandi snilld að hella fitunni í álpappír en …
Það er gargandi snilld að hella fitunni í álpappír en ekki í vaskinn. Mbl.is/Beyond the Hem Boutique/Facebook
mbl.is