„Erum þakklát fyrir móttökurnar“

Kokkarnir Víðir Erlingsson, Rúnar Pierre Heriveaux og Ólafur Ágústsson standa …
Kokkarnir Víðir Erlingsson, Rúnar Pierre Heriveaux og Ólafur Ágústsson standa vaktina á Sjálandi. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Við sjóinn í Garðabæ, nálægt Sjálandshverfinu, er kominn glænýr veitingastaður, Sjáland, sem var opnaður í byrjun sumars, nánast mitt í kórónuveirufaraldrinum fyrri, en þrátt fyrir það hefur verið fullt út úr dyrum. Garðbæingar og nærsveitarfólk hafa tekið vel í þessa viðbót og segir.

Almar Yngvi Garðarson, einn eigenda staðarins, að viðtökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum.

„Aðsóknin fór fram úr okkar björtustu væntingum og við erum mjög þakklát fyrir móttökurnar. Gestirnir okkar eru aðallega Íslendingar og sérstaklega fáum við mikið af Garðbæingum. Þeir eru duglegir að koma, bæði í hádegismat, kaffi og kvöldmat. Eldra fólkið kemur í kaffið og yngri kynslóðin sækir meira í kvöldin,“ segir hann.

„Við erum með pítsur allan daginn, hádegisseðil og kvöldseðil og svo er hér bröns um helgar. Við höfum þurft að fækka aðeins borðum vegna tveggja metra reglunnar,“ segir Almar og segir að auk þess leigi þau út veislusal sem hefur verið þéttbókaður, þótt afbóka hafi þurft nokkuð vegna veirunnar. Þá er fólk duglegt að bóka fram í tímann.

„Það hefur verið mikil eftirspurn eftir veislusalnum, og bókanir farnar að berast fyrir 2021. Við  hvetjum alla að hafa samband tímanlega til að bóka salinn og skipuleggja draumaviðburðin. Miklir möguleikar í boði eins og jólahlaðborð, afmæli brúðkaup og ráðsrefnur"

Á góðviðrisdögum er hægt a sitja úti.
Á góðviðrisdögum er hægt a sitja úti. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Horfum á björtu hliðarnar

Almar segir Sjáland vera eins konar bistró, en í fínni kantinum.

„Við erum með flott starfsfólk í eldhúsinu sem er með mikla reynslu og hafa einhver þeirra ferðast um heiminn og unnið á Michelin-stöðum,“ segir hann.

Á góðvirðisdögum er hægt að borða utandyra.

„Það er allt fullt hér úti á pallinum þegar það er sól. Við erum oft með viðburði þegar vel viðrar; grill, plötusnúð eða lifandi tónlist,“ segir hann.

„Fyrir seinni bylgju kórónuveirunnar vorum við með flotta tónlistamenn hér og var það mjög vinsælt. Sérstaklega slógu Stebbi og Eyfi í gegn,“ segir hann.

Almar segist vera bjartsýnn á veturinn.

„Við horfum á björtu hliðarnar. Við erum komin með fastakúnna sem koma aftur og aftur. Svo vonum við innilega að geta haldið hér hlaðborð um jólin.“

Garðbæingar ánægðir

Almar segir kokkana leita í norræna eldhúsið þegar kemur að matargerðinni.

„Þeir leita mikið út í náttúruna og tína bæði ber, jurtir og blóm sjálfir. Fiskurinn er mest pantaður í hádeginu og á kvöldin er vinsælt að fara í þriggja rétta matseðil,“ segir hann og bætir við að pítsurnar séu alltaf vinsælar.

Ólafur Ágústsson, kallaður Óli Gústa, er yfirkokkur á Sjálandi.

„Ég elda íslenskan og skandinavískan mat og reyni að nota alíslensk hráefni,“ segir hann.

Spurður um uppáhaldsréttinn hugsar hann sig lengi um.

„Mér finnst margt gott en nefni rauðrófu-carpaccio. Við setjum í það andalifur sem gerir það mjög sérstakt.“

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »