200% meira af bakteríum en á klósettsetu

Þessi mynd segir allt sem segja þarf. Það er gott …
Þessi mynd segir allt sem segja þarf. Það er gott að þrífa...

Vissir þú að samkvæmt rannsókn á vegum breskra stjórnvalda er ekki óalgengt að á venjulegu skurðarbretti sé að finna 200% meira af bakteríum en á klósettsetu? 

Fremur ógeðfellt og reyndar þurfti enga rannsókn til að segja okkur að ef skurðarbretti er ekki þrifið almennilega verður það að gróðrarstíu fyrir alls kyns óværu.

Að halda skurðarbretti hreinu er hreint ekki svo flókið (!). Sumir fá sér marglituð plastbretti til að verjast krossmengun. Aðrir eru meira í því að þrífa vel eftir sig. Tréskurðarbretti eru vinsælust en það þarf að þurrka vel af þeim og passa að láta matarleifar ekki liggja á þeim lengi. Eins skal skrúbba þau reglulega með uppþvottabusta og sjóðandi heitu vatni og olíubera.

Hér er lykilatriðið að þrífa brettið reglulega og gæta fyllsta hreinlætis. Ekki láta hráan kjúkling koma nálægt öðrum mat (þetta er góð þumalputtaregla í lífinu almennt), þvoið hendur reglulega og skiptið oft um borðtusku og viskustykki.

Eldhús sem er þrifið reglulega helst nefnilega hreint.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert