Fullkomlega ófullkomið frá Ferm Living

Ný vörulína frá Ferm Living sem kallast FLOW.
Ný vörulína frá Ferm Living sem kallast FLOW. mbl.is/Ferm Living

Nýjar vörur detta inn nánast daglega þessi dægrin þegar okkar helstu húsbúnaðarframleiðendur kynna nýjungar á markaði. Að þessu sinni sjáum við fínerí frá Ferm Living.

Hér um ræðir nýja vörulínu sem kallast FLOW – borðbúnað sem er fullkomlega ófullkominn. FLOW er hannað með nútímabrag en þó er notast við handverk frá gamalli tíð og eru allar vörurnar framleiddar með hálfmöttum gljáa sem gefur einstaka dýpt.

Hér sjáum við sporöskjulaga disk með þjónar einnig hlutverki eggjabikars, en þess má geta að diskarnir eru staflanlegir. Eins er dásamlega fallega skál væntanleg úr sömu vörulínu – skál með handföngum og því auðvelt að færa á milli. Skálin er fullkomin fyrir ávextina á borðinu eða undir girnilegt salat.

Vörurnar eru væntanlegar á markað í lok október samkvæmt heimasíðu Ferm Living.

Morgunverðardiskur og skál er væntanlegt í október.
Morgunverðardiskur og skál er væntanlegt í október. mbl.is/Ferm Living
Fullkomlega ófullkomið!
Fullkomlega ófullkomið! mbl.is/Ferm Living
mbl.is