Geggjaður gratíneraður þorskur

Ljósmynd/Linda Ben

Ef það er eitthvað sem við erum til í á þessum fallega mánudegi er það þessi dásemdarréttur frá Lindu Ben sem inniheldur akkúrat það sem við þurfum.

Ekki má heldur gleyma því að verslanir landsins eru sneisafullar af nýuppteknu grænmeti þannig að ef það er einhvern tímann tilefni til að elda góðan fiskrétt með grænmeti þá er það akkúrat núna.

Gratíneraður þorskur í rjómasósu

 • 700 g þorskur
 • 400 g forsoðnar kartöflur
 • 200 g brokkólí
 • 200 g sveppir
 • 250 ml rjómi frá Örnu mjólkurvörum
 • 1 hvítlauksgeiri
 • 200 g rifinn ostur með hvítlauk
 • 1 msk. grænmetiskryddblanda frá Nicolas Vahé
 • salt og pipar

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir.
 2. Kryddið þorskinn með grænmetiskryddblöndu og salt&pipar.
 3. Skerið kartöflurnar í helming, skerið brokkólíið í bitastóra bita, sveppina í fjóra hluta hvern og raðið í eldfast mót.
 4. Setjið rjómann í skál og pressið hvítlauksgeirann út í, setjið svolítið af kryddi og salt&pipar í rjómann og helminginn af rifna ostinum, hellið yfir grænmetið í eldfasta mótinu.
 5. Leggið þorskinn yfir og raðið afganginum af ostinum yfir. Bakið inni í ofni í u.þ.b. 20 mín. eða þar til þorskurinn er eldaður í gegn.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is