Vikumatseðillinn sjaldan betri

Við hefjum þessa viku með látum og hér gefur að líta vikumatseðil sem ætti að innihalda eitthvað fyrir alla.

Mánudagur:

Það er alltaf gott að byrja vikuna á góðum fiskrétti. Þessi hér fær frábærar umsagnir og við mælum heilshugar með honum.

Þriðjudagur:

Það er alltaf góð hugmynd af bjóða upp á kjötbollur í kvöldmat og það frábæra við kjötbollurnar eru að það virðast allir elska þær jafnheitt.

Miðvikudagur:

Góður kjúklingaréttur er gulli betri og þessi klikkar aldrei.

Fimmtudagur:

Ef einhver kann að galdra fram gómsætan mat sem er góður fyrir kroppinn þá er það Ása Regins. Hér kemur æðisleg rauðspretta úr hennar eldhúsi.

Föstudagur:

Það er komin helgi og því skellum við í eina pítsu eða svo.

Laugardagur:

Það er laugardagur og því ekki úr vegi að slá upp indverskri veislu  og hví ekki að bjóða einhverjum skemmtilegum í mat í leiðinni?

Sunnudagur:

Höfum það einfalt og ómótstæðilegt. Vefjur klikka aldrei.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert