Gullna reglan í tiltekt sem þú verður að kunna

mbl.is/iStockphoto

Tiltekt, óreiða og allt þar fram eftir götunum. Hvernig er best að halda utan um alla þá óreiðu sem myndast á annasömum heimilum í dag?

Númer eitt:

Byrjaðu á öllum sýnilegum flötum – kommóðu, gluggakistum og jafnvel borðstofuborðinu. Allir þeir staðir sem eiga til að fyllast af dóti sem eiga engan fastan stað og við vitum í raun ekki hvar við eigum að geyma. Við eigum það til að fylla lífið af óreiðu. Taktu t.d. allar kvittanir saman og geymdu á einum stað. Gefðu hlutum sitt pláss á heimilinu og leyfðu ákveðnum stöðum eins og gluggakistunni að vera „heilagir“ hér eftir, með engu óþarfa dóti.

Númer tvö:

Þú þarft að virða „mitt og þitt“ dót. Óreiða er oft á tíðum átakasvið í mörgum samböndum, og því mikilvægt að bera virðingu fyrir hlutum hvort annars. Þú getur hvatt makann þinn til að ganga frá eftir sig eða vera tilbúinn að bjóða fram aðstoð, en þú átt ekki að hreinsa upp eftir aðra. Drasl fyrir sumum er tilfinningaríkt dót fyrir öðrum, hlaðið minningum – og getur því virkað stuðandi ef annar aðilinn ætlar að ráðskast með hlutina.

Númer þrjú:

Flokkaðu hlutina þína. Mörg dreifum við sömu hlutunum á fleiri en einn stað, eins og t.d. tuskum – sem finna má í eldhúsinu, þvottahúsinu og baðherberginu. Hafðu sama dótið á einum stað, það verður allt mun auðveldara þegar hlutirnir eiga sitt pláss, sama hvar það er.

Er óreiða á heimilinu þínu eða ertu með allt á …
Er óreiða á heimilinu þínu eða ertu með allt á hreinu? mbl.is/colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert