Heimagerður Ben & Jerry's með kökudeigi

Ljósmynd/María Gomez

Þessi uppskrift er eiginlega of góð til að vera sönn. Hér er það meistari María Gomez á Paz.is sem er búin að fullkomna ísuppskriftina sína svo hún líkist nú sem mest fyrirmyndinni frá Ben & Jerry.

„Það tók nokkrar tilraunir að ná kökudeiginu sem líkustu því sem er í Ben & Jerry's-ísnum, að lokum hófst það og tel ég óhætt að segja að það sé nánast alveg eins,“ segir María um ísinn sem þið verðið að prófa að búa til!

Ljósmynd/María Gomez

Heimagerður Ben & Jerry's með kökudeigi

Kökudeig

 • 180 g hveiti 
 • 115 g smjör 
 • 100 g púðursykur 
 • 90 g strásykur 
 • 2 msk. rjómi 
 • 2 tsk. vanilluextract (dropar sem fást í Hagkaup og Fjarðarkaup) má nota vanilludropa í staðinn 
 • 1/2 tsk. salt 
 • 70 g súkkulaðidropar semi sweet (keypti mína í costco en má nota líka nota aðra)

Ísinn 

 • 1 dós ca 397 g af niðursoðinni sætri mjólk eða condensed milk (fæst í Hagkaup og Fjarðarkaup og er oftast hjá kínamatnum)
 • 1 tsk. vanilluextract 
 • 500 ml þeyttur rjómi 
 • 6 msk. súkkulaðidropar 

Aðferð

Kökudeig 

 1. Hitið ofninn á 175°C blástur og bakið hveitið í 10 mín á bökunarplötu með bökunarpappír á 
 2. Hrærið saman sykur og smjör í hrærivél þar til orðið vel blandað saman
 3. Takið svo hveitið úr ofninum og leggið til hliðar til að kæla 
 4. Blandið svo rjóma og vanillu út í smörsykurinn og hrærið áfram þar til létt og ljóst 
 5. Þegar hveitið hefur kólnað bætið því þá út í og hrærið allt vel saman í hrærivél 
 6. Bætið síðast súkkulaðidropum út í og hrærið létt saman aftur 
 7. Rúllið upp í mjóar lengjur og skerið í litla bita, gott er að setja svo beint í ísskáp meðan ísinn er gerður
 8. Hægt er að geyma svo afgangsdeig allt upp í sex mánuði í frysti en það er líka gott eitt og sér með kaffinu

Ísinn

 1. Stífþeytið rjómann 
 2. Hrærið saman dósamjólk og vanillu í skál 
 3. Þegar rjóminn er þeyttur slökkvið þá á vélinni og bætið dósamjólkinni varlega saman við smátt eins og í þremur hollum og hrærið varlega saman á milli með sleikju 
 4. Setjið svo 1/3 af ísnum í mót og dreifið kökudeigi og súkkulaði dropum yfir 
 5. Setjið aftur sama magn í formið og endurtakið með deigið og súkkulaðið 
 6. Setjið afganginn af ísnum í mótið og dreifið deigi og súkkulaði aftur yfir 
 7. Setjið í frysti í lágmark 8 klst, best yfir nótt 

Punktar

Niðursoðin mjólk kallast condensed milk í verslunum og er hún oftast þar sem kínamaturinn er. Kökudeigið er frekar stór uppskrift og mæli ég með því að þið frystið afganginn til að gera aftur ís seinna, en einnig er gott að borða deigið með kaffinu sem dæmi. Svo er auðvitað hægt að tvöfalda uppskriftina að ísnum.

Ljósmynd/María Gomez
mbl.is