Vinsælasti eldhússtóll heims í nýjum litum

Sjöan er einn vinsælasti stóll síðari ára.
Sjöan er einn vinsælasti stóll síðari ára. mbl.is/ © Fritz Hansen

Sjöan, klassísk og vinsæl stólahönnun frá árinu 1955 til dagsins í dag, fær nýtt útlit!

Stóllinn er hannaður af meistaranum Arne Jacobsen og hefur fengið nýtt útlit með tilkomu sextán nýrra lita. Og það er ekki bara Sjöan sem skiptir litum, því stólarnir Maurinn og Grand Prix hafa líka fengið yfirhalningu. Framleiðandinn Fritz Hansen kynnti nýju litina nú á dögunum sem eru samstarfsverkefni við Cörlu Sozzani, ítalskan galleríeiganda og ritstjóra.

„Við byrjuðum á því að velja liti fyrir þetta verkefni með því að skipuleggja vinnustofur með Cörlu þar sem við settum saman þessa einstöku litaröð út frá fjölmörgum litum,“ segir Christian Andresen, aðalhönnuður Fritz Hansen. „Eitt af meginmarkmiðunum var að búa til vörulínu sem byggi yfir hlýjum tóni, eða rauðum þræði ef svo má segja. Því náðum við fram með því að setja smávegis af rauðum lit út í alla litina,“ segir Christian.

Nýju litirnir tóna allir vel saman, því er ekkert mál að raða mismunandi litum saman við matarborðið fyrir þá sem vilja ekki einn og sama litinn.

Sjöan, Maurinn og Grand Prix hafa allir fengið yfirhalningu.
Sjöan, Maurinn og Grand Prix hafa allir fengið yfirhalningu. mbl.is/ © Fritz Hansen
16 nýjir litir á vinsælasta stól heims.
16 nýjir litir á vinsælasta stól heims. mbl.is/ © Fritz Hansen
Stólarnir eru staflanlegir.
Stólarnir eru staflanlegir. mbl.is/ © Fritz Hansen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert