Hægt að gera góð kaup fyrir veturinn

Getty images

Það er ávalt gleðiefni fyrir heilsuþenkjandi íbúa landsins þegar blásið er til heilsudaga og tækifæri gefst til að kaupa alls kyns heilsuvörur á tilboði. Heilsudagar Hagkaups hefjast í dag og eflaust margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar enda hægt að gera góð kaup þar sem yfir 700 heilsu- og lífstílsvörur verða á tilboði.

Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups segist sérstaklega ánægður með úrvalið af hollari valkostum í verslunum Hagkaups þessa dagana og er greinilegt að landsmenn vilji minnka sykurinn og taka til í mataræðinu.

„Eins og alltaf munum við kappkosta við að bjóða upp á gott og fjölbreytt úrval af vítamínum og fæðubótarefnum enda margir að byrja að hreyfa sig á ný eftir sumarfrí. Grænkerar landsins munu heldur ekki koma að tómum kofanum þar sem framboð á vegan vörum hefur sjaldan verið betra. Það sama má segja um þá sem aðhyllast ketó lífsstílinn vinsæla. Nú er því tíminn til að huga að birgja sig upp af hollari valkostum fyrir haustið,“ bætir Sigurður við að lokum.

Með Morgunblaðinu í dag fylgir glæsilegt blað stútfullt af fróðleik þar sem meðal annars er hægt að sjá brot af þeim vörum og tilboðum sem Hagkaup býður upp á dagana 10. til 20. september.

Einnig er hægt að nálgast blaðið HÉR.

mbl.is