Kjúklingarrétturinn sem þið verðið að prófa

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér erum við með kjúklingarétt sem er hreint út sagt frábær. Í raun þarf ekki að segja neitt meira um hann. Bara að hann er fullkomlega þessi virði að prófa enda kemur hann úr smiðju Berglindar Hreiðars á Gotteri.is sem veit sínu viti þegar kemur að mat.

Þessi kjúklingaréttur er fullkomin máltíð sem hægt er að snara fram á um 30 mínútum! Öllum í fjölskyldunni fannst hann æðislegur og allt kláraðist upp til agna.

Kjúklingur í soyasósu

Fyrir um 5 manns

 • Um 1,4 kg úrbeinuð kjúklingalæri (2 pakkar)
 • 100 ml Kikkoman soyasósa
 • 3 msk. sesamolía
 • 2 msk. ólífuolía (+ meira til steikingar)
 • 5 msk. púðursykur
 • 1 msk.hvítlauksduft
 • 1 tsk. paprikuduft
 • 1 tsk. kjúklingakrydd
 • 2 msk. sítrónusafi
 • 4 hvítlauksgeirar
 • Meðlæti: Hrísgrjón, naan brauð, sesamfræ og vorlaukur

Aðferð:

 1. Þerrið kjúklinginn og leggið hann til hliðar.
 2. Blandið öllum öðrum hráefnum saman í skál nema hvítlauknum og hrærið saman.
 3. Blandið kjúklingnum saman við soyablönduna, rífið niður hvítlauksgeirana og steikið á miðlungshita upp úr smá ólífuolíu.
 4. Þegar hvítlaukurinn fer að brúnast aðeins og ilma vel má hella kjúklingnum út á pönnuna ásamt soyamarineringunni (ég skipti þessu niður á tvær pönnur).
 5. Steikið á meðalháum hita í um 10 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og sósan aðeins farin að þykkna.
 6. Sjóðið á meðan hrísgrjónin, hitið naanbrauðið og skerið niður vorlauk.
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is