Byrjaði daginn á prófi í taugalíffærafræði

Snædís Eva og Ragnar nýgift.
Snædís Eva og Ragnar nýgift. Ljósmynd/Facebook

Okkar ástkæri og uppáhalds læknir, Ragnar Freyr Ingvarsson eða Læknirinn í eldhúsinu, fagnar 21 árs brúðkaupsafmæli í dag.

Af því tilefni deildi hann þessari dásamlegu mynd af nýbökuðu hjónunum og minnist dagsins með hlýju. Hann segist hafa byrjað daginn á prófi í taugalíffærafræði sem hafi gengið ágætlega og eftir hádegi hafi hann svo skroppið í Garðakirkju þar sem hann gekk að eiga draumadísina sína, Snædísi Evu Sigurðardóttur.

Hann segir það hafa verið sín gæfa að fá að feta lífsins spor við hennar hlið og þakkar henni kærlega fyrir.

Matarvefurinn óskar þeim Ragnari og Snædísi innilega til hamingju með daginn.

 

mbl.is