Georg Jensen kynnir fyrstu jólanýjungarnar

Jólanýjungar frá Georg Jensen - klassískar eins og við var …
Jólanýjungar frá Georg Jensen - klassískar eins og við var að búast. Mbl.is/© Georg Jensen

Jólastemningin verður alveg einstök í ár ef marka má nýjungarnar frá Georg Jensen.

Það er heillandi heimur sem Georg Jensen kynnir fyrir þessi jólin, en Sanne Lund Tranberg er hönnuðurinn þetta árið. Hér hefur Tranberg skapað heim þar sem nærmyndir af ísblómum og plöntum eru í forgrunni. Allt sem fær heimilið til að skína enn skærar á klassískan máta yfir jólahátíðina.

Við sjáum jólastjörnu á trétoppinn, lítil jóatré sem borðskraut í þremur mismunandi stærðum, kertastjaka, óróa og síðast en ekki síst litlar skálar með gullhúð fyrir jólakonfektið. Hægt er að skoða allar nýjungarnar HÉR.

Jólatré, kertastjakar og konfektskálar eru á meðal þess við erum …
Jólatré, kertastjakar og konfektskálar eru á meðal þess við erum að sjá fyrir jólin. Mbl.is/© Georg Jensen
Mbl.is/© Georg Jensen
Mbl.is/© Georg Jensen
mbl.is