Kaffitár býður upp á frían kaffibolla í dag

Í tilefni þess að Kaffitár býður nú upp á stafræn klippikort verður öllum þeim sem sækja sér snjallveskið boðinn frír kaffibolli í dag 11.09.20.

Kaffitár hefur fyrst kaffihúsa gert viðskiptavinum sínum kleift að ná sér í kaffikortin sín stafrænt í snjallveskið sitt. Eitt klikk og kaffikortið þitt er alltaf með þér í símanum. Annars vegar eru kaffikortin vildarkort þar sem þú safnar klippum rafrænt þegar þú kaupir kaffidrykki eða kaffipakka og hins vegar gefst viðskiptavinum Kaffitárs tækifæri á að kaupa þrennskonar fyrirframgreidd kort.

Kaffitári er umhugað um umhverfið og sjá það sem samfélagslega ábyrgð sína að huga að umhverfismálum allt frá baun í bolla. Stefnan er að draga úr umhverfisáhrifum starfsemi kaffibrennslu og kaffihúsa. Kaffitár vill vera góð fyrirmynd í umhverfismálum og sýna í verki að umhverfisvernd getur verið sjálfsagður hluti af daglegu lífi. Kaffihús Kaffitárs fengu Svansvottun árið 2010 og er liður í því að draga úr umhverfisáhrifum kaffihúsa okkar og þeirrar þjónustu sem við veitum þar.

Smart Solutions er íslenskt sprotafyrirtæki sem vinnur að stafrænni væðingu hversdagsleikans með því að þróa lausnir sem snúa að hagræðingu á þjónustu ríkis og sveitafélaga við almenning. Verkefnið miðar að því að bjóða upp á stafræna þjónustu á formi passa gegnum veskisapp í snjallsíma. Allt sem gamla seðlaveskið innihélt áður er nú hægt að útfæra sem stafræna passa. Undir passana hefur Smart Solutions unnið að þróun veskisappsins, SmartWallet sem geymir stafræn kort og miða sem fólk geymir í veskjum í dag.

Ríkislögreglustjóri gaf út stafrænt ökuskírteini í samvinnu við Smart Solutions í júlí og var Kaffitár næsta verkefni og þykir það hafa heppnast einstaklega vel.

Sæktu kaffikortið í þinn síma, sýndu það á staðnum og þyggðu bolla á einhverjum af sjö kaffihúsum Kaffitárs í dag. Bankastræti, Höfðatorg, Kringlan, Stórhófða Nýbýlavegi, Þjóminjasafninu eða HR.

Fyrir fyrsta „klippið“ færðu frían bolla í dag 11.09.20

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert