Nýir stólar á óskalistann

Falleg stólanýjung frá Please Wait to be Seated.
Falleg stólanýjung frá Please Wait to be Seated. mbl.is/Please Wait to be Seated

Sumir safna skópörum á meðan aðrir eru með stólablæti. Ætli áhuginn okkar liggi ekki frekar í því síðarnefnda, stólum sem passa við borðstofuborðið eða eldhúseyjuna – og þá er þessi nýjung alltaf að fara á óskalistann.

Hér kynnum við splunkunýja hönnun frá því frábæra merki „Please Wait to be Seated“, en fyrirtækið er einstaklega fært í að framleiða fallega stóla. Stólarnir eru hannaðir af Daniel Schofield og kallast vörulínan CROFTON – sem samanstendur af barstól, borðstofustól ásamt kolli. Daniel segir um hönnunina að hver einasta lína á vörunni sjálfri eigi að vera þar af ástæðu. Því tekur hann mið af efni, formi og notkun – til að vörurnar séu eins einfaldar og jafnframt nytsamar á glæstan máta, með því að fjarlægja allan óþarfa sem „truflar“ hönnunina.

Stólarnir eru framleiddir úr hágæða furu sem er einstaklega falleg, bæði í ljósum og svörtbæsuðum lit. Hönnunin er mjúk og stílhrein sem sómar sér í hvert eldhús – þar með talið heima hjá okkur.

Stólarnir koma í tveimur litum og þremur stærðum.
Stólarnir koma í tveimur litum og þremur stærðum. mbl.is/Please Wait to be Seated
mbl.is