Fær bara eitt rauðvínsglas á kvöldi

Veislur sem þessar eru nú á bannlistanum hjá Morgan.
Veislur sem þessar eru nú á bannlistanum hjá Morgan. Ljósmynd/Instagram

Breski sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan þykir hafa bætt helst til miklu á sig í sumar og hefur nú ráðið sér einkaþjálfara og tekið mataræðið í gegn. Hann virðist ekkert alltof spenntur fyrir nýja lífsstílnum og kvartar sáran enda segir hann að allt það góða sé nú horfið af matseðlinum og það eina sem hann fái sé kál og kínóa.

Til að gera vont verra fái hann bara eitt rauðvínsglas á kvöldi þannig að þetta sé algjört helvíti á jörðu.

Vonandi snargrennist hann svo hann geti tekið aftur upp fyrri hætti því pirraður Piers er ekkert sérlega skemmtilegur.

mbl.is