Nú getur þú fengið sérhannaðan rauðvínsbakpoka

Nú er hægt að fá sér rauðvíndreitil hvar sem er.
Nú er hægt að fá sér rauðvíndreitil hvar sem er. Ljósmynd/Franzia

Til eru þeir sem vita fátt betra en að drekka rauðvín á ferðinni eða vilja geta gripið í glas við hin og þessi tilefni. Þetta fólk (og vinir þeirra) geta nú glaðst því kassavínsframleiðandinn Franzia er að setja á markað sérhannaðan bakpoka fyrir rauðvínsbeljur.

Þessi uppfinning þykir marka mikil tímamót og nú þegar stefnir í að fyrsta sendingingin seljist upp á augabragði enda ansi margir sem dreymir um að eignast grip sem slíkan.

Áhugasamir ættu því að hafa hraðar hendur en hægt er að panta gripinn HÉR.

Bakpokinn smellpassar utan um beljuna.
Bakpokinn smellpassar utan um beljuna. Ljósmynd/Franzia
Bakpokinn er nokkuð huggulegur en erfitt er að leyna innihaldinu …
Bakpokinn er nokkuð huggulegur en erfitt er að leyna innihaldinu sakir augljósra merkinga. Ljósmynd/Franzia
mbl.is