Sex atriði sem skipta máli þegar vín er borið fram

Það eru margar leiðir til að lyfta góðu kvöldi upp …
Það eru margar leiðir til að lyfta góðu kvöldi upp á hærra plan og gera upplifunina enn betri. mbl.is/colourbox

Hugsar þú út í hvaða hvernig þú geymir vínið þitt eða hvaða glas þú ætlar að drekka úr? Það eru margar leiðir til að lyfta góðu kvöldi upp á hærra plan og gera upplifunina enn betri. Hér eru okkar tillögur.

Hvernig geymir þú vínið?
Ef þú hefur keypt flösku sem þú ætlar að drekka sama dag/kvöld, þá er nóg að geyma hana á dökkum og svölum stað (ef um rauðvín er að ræða) – eða í ísskáp, sértu með hvítvín eða rósavín. Ef flaskan á að geymast til lengri tíma, er mikilvægt að hitastigið í rýminu sé stabílt, sirka 12-14 gráður. Eins skal vera dimmt í rýminu, t.d. í kjallara, vínskáp eða á botninum á fataskápnum þínum.

Veldu rétta glasið
Það er ekki tilfallandi að vínglös finnast í mismunandi stærðum og lögun. Þrúgurnar í víninu „haga sér“ mismunandi eftir því hversu stórt glasið er, og því er betra að nota glös sem henta hverri víntegund. Ef þú ert í vafa, þá er góð þumalputtaregla að lygta af víninu áður en þú hellir því í glas - því minni lykt, því stærra glas.

Haltu rétt á glasinu
Ráðlagt er að halda um fótinn á glasinu eða stöngina réttara sagt. Ekki því það þykir meira smart, því ef þú heldur utan um glasið sjálft, mun vínið hitna fyrr. Og þegar vín hitnar, þá ferðu að finna meira bragð af alkahólinu. Eins þykir ekki mjög smart að vera háma í sig snakk eða annan fingramat og halda svo um glasið svo að fitug fingraför sitji eftir á glasinu.

Hugsaðu út fyrir boxið
Góð upplifun snýst fyrst og fremst um það sem þú og gestunum þínum þykir gott. Það er engin ástæða að festa sig í ákveðnum reglum um hvurslags vín á að vera með hverjum mat fyrir sig. Þú getur auðveldlega fundið gott hvítvín sem passar með kjöti og að sama skapi rauðvín sem passar með ljúffengum fiskrétti.

Paraðu saman mat og vín
Gott vín snýst fyrst og fremst um að þér finnist það smakkast vel – sama af hvaða tegund vínið er. Ein góð regla sem gott er að hafa bak við eyrað er að sætt vín gengur með sætum mat og súrt með súru. Sértu með góða nautasteik á borðunum, þá er ekki vitlaust að velja kraftmikið vín. Eins er ferskt og léttara vín fullkomið með feitum mat.

Mundu eftir ísskápnum
Ísskápurinn er þinn besti vinur þegar þér nægir að drekka eitt eða tvö glös að kvöldi og geyma restina af flöskunni þar til síðar. Sjáðu til þess að setja víntappa í flöskuna og settu í kæli. Því kuldinn varðveitir bragðið í víninu og getur drukkið restina af flöskunni allt að fimm dögum seinna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert