Keramikið sem fagurkerar eru vitlausir í

Mbl.is/Emile Henry

Það er ekki að ástæðulausu að keramíkframleiðandi eins og Emile Henry, sé einn sá vinsælasti þegar kemur að fallegum borðbúnaði í eldhúsið. Fyrirtækið á sér langa sögu sem nær allt aftur til ársins 1848 og það er akkúrat ástæðan fyrir því, af hverju vel gengur – þegar ástríðan fyrir góðum gæðum nær yfirhöndinni og við fáum að njóta góðs af, því útkoman verður stórkostleg.

Mbl.is/Emile Henry

Allt á sér sögu
Árið 1848 var ungur maður að nafni Jaques Henry sem uppgötvaði undraveröld keramiks á lítilli vinnustofu í Marcigny í Frakklandi. Og eftir það var ekki aftur snúið – ástríðan beindist nú öll að „jörð og hita“. Hann ferðaðist víða um landið til að afla sér betri þekkingar og fyrr en varði voru pottar frá La Maison Henry nú sjáanlegir á öllum fínustu veitingahúsum Parísarborgar. Það var nokkrum árum síðar eða árið 1911, sem að bökudiskurinn Ruffled sló í gegn fyrir mjúkar línur og spennandi lögun. En diskurinn varð fljótt tákn fyrirtækisins sem nú var í eigu Paul, sonar Jaques Henry. Síðar erfðist fyrirtækið í hendur Emile, sonar Paul. Og þaðan dregur fyrirtækið nafn sitt – Emile Henry.

Mbl.is/Emile Henry

Litir bætast í safnið
Árið 1986 urðu þáttaskil hjá fyrirtækinu sem hóf að framleiða diska í ótal litum, en slíkt hafði ekki sést til þessa í vörum sem voru einnig til þess gerð að þola hitann í ofninum. Með nýjum litum, urðu vörurnar frá Emile Henry, vinsælar út um allan heim. Fyrirtækið stækkaði sem aldrei fyrr og fleiri vörur litu dagsins ljós. Í dag er fyrirtækið í stöðugri þróun og vinsælla sem aldrei fyrr enda um hágæða vörur fyrir sanna sælkera sem þola sanna eldamennsku. Og fyrir áhugasama, þá eru vörurnar fáanlegar í versluninni Kokku.

Franskar hágæðavörur í eldhúsið frá Emile Henry.
Franskar hágæðavörur í eldhúsið frá Emile Henry. Mbl.is/Emile Henry
Mbl.is/Emile Henry
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert