Sykurhúðaðir kossar væntanlegir

Nýjir kossar frá Hershey's væntanlegir fyrir þessi jólin.
Nýjir kossar frá Hershey's væntanlegir fyrir þessi jólin. mbl.is/MEIJER

Sælgætisframleiðandinn Hershey hefur formlega staðfest að sykurhúðaðir kossar séu væntanlegir á markað, en fréttir af nýjungunum höfðu lekið á netið fyrr í ágúst.

Kossarnir eru framleiddir úr hvítu súkkulaði og innihalda rauða og græna sykurkökubita. Nýja sælgætið bragðast alveg eins og sykurkökur og umbúðirnar innihalda meira segja uppskrift að „Sugar Cookie Hershey's Kisses Sugar Cookies“ – eins frábært og það er.

Neytendur þar ytra halda því fram að kossarnir séu snemmbúin jólagjöf frá Hershey, því kossarnir muni sannarlega koma við sögu í jólabakstrinum þetta árið.

Samkvæmt innihaldslýsingu á pakkningunum ræðir hér um kossa með hvítu kremi og smákökubitum. Filman utan um þá er skreytt jólatrjám, stjörnum og bjöllum og áætlað er að varan rati í hillurnar eftir hrekkjavökuna. Það er full ástæða til að fara að hlakka til jólanna!

mbl.is