Kremuð skelfisksúpa úr uppskriftabók kokkanna á Sjálandi

Ásdís Ásgeirsdóttir

Það er alltaf tilefni til að bjóða upp á góða skelfiskúpu og þessi uppskrift er klárlega í keppnisflokkinum enda kemur hún úr smiðju kokkanna á veitingastaðnum Sjálandi.

Kremuð skelfisksúpa

Fyrir 4

  • 500 ml gott humarsoð
  • 1 dós kókosmjólk
  • 200 ml rjómi
  • ½ tsk. rautt karrý
  • 1 tsk. fiskisósa
  • 100 ml hvítvín
  • salt
  • sítrónusafi
  • íslenskur skelfiskur, svo sem hörpuskel, rækja og humar

Aðferð:

Blandið öllum súpuhráefnum saman í pott og látið malla í um 20-30 mínútur og smakkið til með salti og sítrónusafa. Þykkið eftir smekk.

Smjörsteikið skelfiskinn og kryddið með salti og sítrónusafa.

Berið fram með nýbökuðu brauði og góðri ólífuolíu.

Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is