Spínat-lasagna löðrandi í osti

Ljósmynd/María Gomez

María Gomez á Paz.is er hér með lasagnauppskrift sem er svo yfirgengilega girnileg að leitun er að öðru eins. Fyrir þá sem eru fordómafullir í garð grænmetis þá vill svo skemmtilega til að það er fátt betra en gott grænmetislasagna og mörgum þykir það jafnvel betra en hefðbundið lasagna. Við hvetjum ykkur til að prófa þessa dásemd sem leikur við bragðlaukana.

Spínat lasagna
Athugið að þessi uppskrift er frekar stór, ef þið viljið hafa hana minni er gott að helminga hana

Spínatlag

  • 30 g smjör
  • 2 msk. extra virgin-ólífuolía
  • 1 stór skallotlaukur eða 1/2 bolli ca. 50 g
  • 6 marin hvítlauksrif
  • salt og pipar
  • 900 g ferskt spínat

Ostalag

  • 2 egg
  • 120 g rifinn parmesan-ostur
  • 1 tsk. múskat (ekki sleppa gefur svo
  • gott bragð)
  • 900 g kotasæla

Hvít sósa

  • 60 g smjör
  • 40 g hveiti
  • 3 bollar nýmjólk
  • 200 g rifinn mozzarella-ostur
  • 200 g rifinn cheddar-ostur

Annað

  • 1 poki rifinn mozzarella til að dreifa
  • ofan á
  • 1 poki rifinn cheddar-ostur til að hafa ofan á
  • 2 pakkar fersk lasagna-blöð frá Pastella
  • paprikuduft
Spínatlag
  1. Hitið olíu og smjör á pönnu.
  2. Skerið skalottlauk smátt og merjið hvítlauk.
  3. Setjið á pönnuna en hafið vægan hita á svo laukarnir mýkist og soðni en mega ekki verða brúnir.
  4. Saltið og piprið og byrjið að bæta spínati smátt og smátt á pönnuna, ykkur gæti fundist magnið af spínatinu líta út fyrir að vera allt of mikið en það mun hjaðna og minnka um meira en helming.
  5. Haldið áfram að bæta við spínatinu á pönnuna smátt og smátt þar til það er allt orðið eins og blautt og búið að minnka um meira en helming og saltið aftur ögn og piprið.
  6. Færið þá spínatið yfir í sigti yfir skál og ýtið á það með sleif til að ná öllum umfram vökva úr því, látið svo standa áfram í stigtinu meðan ostalag er útbúið.

Ostalag

  1. Blandið öllu innihaldinu saman í blandara eða matvinnsluvél, þ.e. eggi, osti, múskat og kotasælu.
  2. Ýtið á pulse-takkann og maukið þar til verður fallegt og hvítt.
  3. Setjið svo yfir í stóra skál og saltið örlítið.
  4. Reynið að ná sem mestu úr blandaranum en þurfið ekkert að skola hann á milli, setjið næst spínatið úr sigtinu í blandarann og ýtið á pulse þar til er orðið eins og fallegt grænt pesto.
  5. Setjið spíantið svo í skálina með kotasælu-ostalaginu og hrærið varlega saman með sleif og leggið til hliðar.

Hvít sósa

  1. Hitið smjör á pönnu og bætið svo hveitinu út í þegar það er alveg bráðnað.
  2. Hrærið vel í allan tímann en leyfið því að sjóða saman í eins og eina mínútu til að ná úr öllu hveitibragði.
  3. Bætið þá einum bolla af mjólk út í í einu og hrærið vel í á meðan þar til öll mjólkin er komin í og sósan orðin aðeins þykkari. Saltið þá ögn og piprið.
  4. Takið þá af hellunni og bætið út í 200 g af Mozzarella og 200 g af cheddar og hrærið þar til þetta er orðin eins og þykk hvít ostasósa.

Samsetning á lasagna

  1. Byrjið á að hita ofninn í 200°C blástur.
  2. Setjið svo í stórt eldfast mót hvíta sósu á botninn, svo lasagna-plötur ofan á.
  3. Næst er sett spínat/ostalagið ofan á það og svo hvít sósa og plötur.
  4. Haldið svona áfram þar til allt er búið en endið efst á hvítu sósunni og stráið svo mozzarella rifnum og rifnum cheddar-osti yfir allt og gott er að setja smá paprikuduft yfir ostinn en má líka sleppa.
  5. Eldið í ofni í 25 mínútur.
  6. Takið svo út og leyfið að standa á borði í 20-30 mínutur, jafnvel lengur.
  7. Berið fram með fersku salati og hvítlauksbrauði.

Punktar

Ykkur gæti fundist eins og magnið af spínatinu sé allt of mikið en spínat er mjög fljótt að minnka við eldun svo ekki láta ykkur bregða við magnið. Best er að leyfa þessu lasagna að standa í alla vega 20-30 mín. á borði áður en þess er neytt en það má einnig bera það fram sjóðandi heitt en þá á það til að leka eins og annað lasagna. Einnig er það gott kalt daginn eftir eins og t.d. í nesti.

Ljósmynd/María Gomez
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert