Djúpsteikt grísarif og Döðlusultupizza á matseðilinn

Ljósmynd/Shake&Pizza

Þrátt fyrir stórfurðulegar rekstraraðstæður þessi dægrin er lítið lát á spennandi nýjungum og nú hafa Shake&Pizza bætt verulega í og sett saman magnaðan smáréttamasteðil sem á að öllum líkindum eftir að gera allt vitlaust.

Djúpsteikt grísarif á meðal nýrra smárétta 

„Okkur fannst kominn tími til þess að taka smáréttina okkar í gegn og kynna nýjungar til sögunnar. Það þekkja allir pizzurnar okkar og sjeikana, en það er gaman að láta koma sér á óvart með smáréttum sem tilvalið er að fá sér í forrétt eða deila yfir enska boltanum”, segir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Shake&Pizza. 

Aðdáendur grísarifja geta tekið gleði sína en á nýja smáréttaseðlinum má finna djúpsteikt grísarif, annars vegar í BBQ Piri Piri gljáa og hinsvegar í Honey Garlic Piri Piri gljáa. Auk þess geta gestir Shake&Pizza gætt sér á tveimur nýjum tegundum af Eðlum, avókadó frönskum og djúpsteiktum Camembert osti. 

„Rúsínan í pylsuendanum eru djúpsteiktir Mini-kleinuhringir með heitri karamellusósu en ég verð að vara okkar viðskiptavini við. Þegar þú smellir einum svoleiðis uppí þig þá er afar erfitt að hætta”, bætir Jóhannes við. 

Systir fjórðu bestu pizzu í heimi væntanleg á Shake&Pizza

Beikonsultupizzan á Shake&Pizza er án efa ein vinsælasta pizza síðari ára á Íslandi. Þessi bragðlaukatryllir lenti í fjórða sæti á Pizza Expo í Las Vegas árið 2016 og er sannkallaður frumkvöðull. Aldrei áður hafði beikonsulta verið sett á pizzu - en nú má finna beikonsultu hér og þar á veitingastöðum bæjarins. „Við höfum lengi gælt við að búa til nýja tegund af sultu sem notuð er í stað pizzusósunnar. Og eftir þrotlausar tilraunir þá varð til nýtt afbrigði, Döðlusultan. Þetta er alveg magnað fyrirbæri og gaman að Beikonsultupizzan sé búin að finna systur sína”, segir Jóhannes. 

Döðlusultupizzan er eins og áður sagði með Döðlusultu í stað pizzasósu og skartar þar að auki pepperoni, beikoni, heimagerðum nachos flögum og hvítlauks-chipotle sósu.

Ljósmynd/Shake&Pizza
Ljósmynd/Shake&Pizza
Ljósmynd/Shake&Pizza
Ljósmynd/Shake&Pizza
Ljósmynd/Shake&Pizza
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert