Kviknaði í eldhúsi frægs sjónvarpskokks

Sjónvarpskokkurinn skeleggi Rachael Ray lenti í þeirri ógæfu á dögunum að kviknaði í húsi hennar. Rachael og eiginmaður hennar, voru heima þegar eldurinn kviknaði en fengu ekki við neitt ráðið og náðu að forða sér út ásamt hundi sínum.

Matarvefurinn fjallaði einmitt um húsið fyrir ekki svo löngu og þá forláta pítsuofn í eldúsinu sem margir öfunduðu þau hjónin að þessum dýrðargrip.

Eldurinn kviknaði út frá skorsteininum þrátt fyrir að hann hafi verið þrifinn tvisvar á ári og hefur lögreglan úrskurðað að orsökin sé hreinræktuð óheppni.

Rachael bauð áhorfendum sínum að sjá húsið og eins og sjá má voru þau heppin að sleppa lifandi.

mbl.is