Ostabúðin opnuð á Holtinu

Jóhann Jónsson, eigandi Ostabúðarinnar.
Jóhann Jónsson, eigandi Ostabúðarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sviptingarnar í veitingabransanum eru miklar um þessar mundir en þær fregnir berast að Jóhann Jónsson, eigandi Ostabúðarinnar, hyggist opna á Holtinu.

Ostabúðin var sem kunnugt er á Skólavörðustígnum og naut mikilla vinsælda. Hins vegar hefði rekstrarumhverfið verið „alveg galið" að sögn Jóhanns og forsendur til að halda lágu vöruverði verið brotnar.

Það verða því ábyggilega margir glaðir að heyra af opnuninni en Jóhann lærði einmitt á Holtinu á sínum tíma og má því segja að hann sé kominn aftur heim.

mbl.is