Matvörur sem minnka matarlystina

Hér er listi yfir þær matvörur sem sefa hungrið.
Hér er listi yfir þær matvörur sem sefa hungrið. mbl.is/colourbox

Þú vilt borða hollt og gott – en á sama tíma ertu að berjast við hungrið seinnipart dags og á kvöldin. Hér eru tuttugu matvæli sem eru holl og sefa hungrið.

 • Hnetur innihalda holla fitu og hjálpa til við að halda kólesterólgildum niðri, en innihalda á sama tíma mikið af trefjum sem tekur langan tíma að melta.
 • Haframjöl inniheldur líka mikið af trefjum, líkt og hnetur. Og mettar vel.
 • Epli eru vatnskenndur ávöxtur sem fær magann til að virðast saddur. Trefjarnar í eplunum fá tilfinninguna til að endast lengur.
 • Kryddin chili og cayennepipar fá þig til að borða minna og brenna meira – á sama tíma.
 • Mynta hefur ekki bara róandi áhrif ef þú lyktar af henni heldur bælir hún líka matarlystina.
 • Avókadó er pakkað af ómettuðum fitusýrum sem „fylla magann“. Skerðu niður avókadó og settu á rúgbrauðið þitt – það mun án efa bæla matarlystina.
 • Edamamebaunir finnurðu oft í tengslum við sushi. Þær innihalda ekki mikið af kaloríum en þónokkuð af próteinum – og prótein mettar.
 • Kál inniheldur einnig mikið af trefjum og léttir á hungurtilfinningu á milli máltíða.
 • Hörfræ eru hlaðin hollustu, omega 3- og omega 6-fitusýrum ásamt miklu af trefjum.
 • Chiafræ innihalda í stórum dráttum sömu góðu olíurnar og trefjar og hörfræ. Sumir halda því þó fram að chiafræ bólgni út í maganum þegar þú drekkur vatn á sama tíma og metti því betur.
 • Egg eru mettandi! Rannsóknir hafa sýnt fram á að egg geta haldið hungri í skefjum í allt að 36 klukkustundir.
 • Jógúrt inniheldur mikið af mettandi próteinum.
 • Kaffi á að létta á hungurtilfinningunni, þótt um skammvinna lausn sé að ræða.
 • Sítróna er súr – og þetta súra bragð fær þig til að finnast þú vera mettur. Sprautaðu nóg af sítrónu næst yfir salatið eða fiskréttinn.
 • Edik getur hægt á meltingunni og hjálpar þér að vera saddur til lengri tíma. Að auki er það fullt af góðum vítamínum og heldur blóðsykrinum í lagi. Sumir drekka eplaedik daglega sér til heilsubótar.
 • Súpa er tilvalinn forréttur, og fær þig til að borða minna af aðeins feitari mat sem fylgir á eftir súpunni.
 • Vatn er hollt og við eigum að drekka nóg af því. Það kemur ekki í stað máltíðar en gott er að byrja allar máltíðir á að drekka fullt glas af vatni.
 • Baunir innihalda ekki mikið af kaloríum en eru ríkar að próteinum og trefjum. Þess vegna eru þær frábærar með öllum mat.
 • Grænt te er eins og vatnið – hjálpar þér að fylla magann.
 • Lax er ríkur að próteinum og omega 3-fitusýrum, sem eykur tilfinninguna um að maginn sé saddur.
mbl.is