Ómótstæðilegur ofnbakaður fiskur með papriku og chili

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér er fiskréttur sem ætti að kæta flesta enda sáraeinfaldur og einstaklega bragðgóður. Svo er hann meinhollur þannig að hægt er að mæla með honum að heilum hug.

Það er meistari Berglind Hreiðarsdóttir á Gotteri.is sem á heiðurinn að þessari snilld. 

Ofnbakaður fiskur með papriku og chili

Fyrir um 5 manns

 • 900 g þorskhnakkar
 • 1 stykki rauð paprika
 • 3 hvítlauksgeirar
 • Rjómaostur með grillaðri papriku og chili frá Gott í matinn
 • 500 ml rjómi frá Gott í matinn
 • Rifinn ostur
 • Salt og pipar eftir smekk
 • Ólífuolía til steikningar
 • Meðlæti: hrísgrjón, graslaukur

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Skolið og þerrið þorskhnakkana og raðið þeim í botninn á eldföstu móti, kryddið aðeins með salti og pipar.
 3. Skerið papriku í strimla og rífið niður hvítlaukinn. Steikið upp úr ólífuolíu þar til mýkist og hellið þá rjóma og rjómaosti saman við. Hrærið saman þar til rjómaosturinn er bráðinn.
 4. Hellið paprikusósunni yfir fiskinn í fatinu, rífið vel af osti yfir allt saman og bakið í um 30 mínútur í ofninum.
 5. Sjóðið á meðan hrísgrjón og berið fram með fiskinum ásamt söxuðum graslauk.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is