Kjúklingarétturinn sem þið verðið að prófa

Ljósmynd/Linda Ben

Hér erum við með æðsilegan rétt sem er svo einfaldur að hægt væri að búa hann til með bundið fyrir augun. Það er meistari Linda Ben sem á heiðurinn að uppskriftinni sem er sjúklega lekker eins og henni einni er lagið.

Kjúklingalæri elduð í einu fati

  • 6 stk. úrbeinuð kjúklingalæri
  • Kjúklinga kryddblanda
  • Sæt kartafla
  • Brokkolíhaus
  • 150 g sveppir
  • 1 stk. græn paprika
  • 2-3 msk. hágæða ólífu olía
  • Salt og pipar
  • Hvítlaukssósa

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og kryddið kjúklinginn vel og geymið.
  2. Skerið sætu kartöflurnar, brokkolíið, sveppina og paprikuna niður og raðið á ofnheldan bakka. Hellið ólífu olíu yfir og kryddið með salti og pipar
  3. Leggið kjúklingalærin yfir og bakið í u.þ.b. 30 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og kartöflurnar eru mjúkar.
  4. Berið fram með hvítlaukssósu.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert