Nýjar Moomin könnur fyrir haustið

Nýjar Moomin könnur voru að detta í verslanir - fullkomnar …
Nýjar Moomin könnur voru að detta í verslanir - fullkomnar fyrir haustið. Mbl.is/moomin.com

Gleðifréttir fyrir Moomin aðdáendur þarna úti, því nýjar könnur voru að detta í verslanir.

Hér sjáum við nýju könnurnar skreyttar myndum af Moomin fjölskyldunni yfir vetrartímann, njóta þess að verma kroppinn í baðhúsi. Múmínfjölskyldan leggst venjulega í vetrardvala, en að þessu sinni er Múmíntröllið og Little My vakandi og ilja sér við arineld í baðstofunni.

Myndskreytingarnar á könnunum sýna m.a. byggingu sem líkist Múmínhúsi að utan en allt annað andrúmsloft að innan, þar sem Too-Ticky situr við pottana og undirbýr fiskisúpi í rökkrinu.

Könnurnar frá Moomin henta vel á kaffiborðið og má nota undir ýmsa drykki – eða undir áhöld og jafnvel blóm á meðan kannan er ekki notkun.

Hér má sjá könnurnar tvær frá Moomin, sem eru skemmtilega …
Hér má sjá könnurnar tvær frá Moomin, sem eru skemmtilega skreyttar að vanda. Mbl.is/moomin.com
Mbl.is/moomin.com
mbl.is