Krónan opnar á Hallveigarstíg

Kristinn Magnússon

Á morgun (24. september) opnar Krónan nýja verslun á Hallveigarstíg í miðbæ Reykjavíkur. Er það 22 verslun Krónunnar. Í versluninni er áhersla lögð á ferskvöru, eins og í Krónunni almennt, og því um mikla búbót að ræða fyrir íbúa á svæðinu. Þá verður einnig mikið úrval af tilbúnum réttum fyrir hóp nemenda og starfsfólk fyrirtækja á svæðinu.

Við hönnun verslunarinnar voru umhverfismarkmið Krónunnar í forgrunni en verslunin er búin lokuðum kælum sem skilar 25-30% orkusparnaði, notast er við led lýsingu og ekki verður hægt að fá plastburðarpoka í versluninni.

Til að nýta rýmið sem best og hafa nægt pláss fyrir fjölbreytt vöruúrval og ferskvöru eru einungis sjálfsafgreiðslukassar í versluninni en með aukinni þjónustu starfsfólks.

„Við erum virkilega ánægð að vera búin að opna verslun í miðbænum. Þegar við opnun nýjar búðir þá leggjum við alltaf mikla áherslu á ferskvöru og er Hallveigarstígurinn engin undantekning. Búðin er ekki stór í fermetrafjölda og til að nýta hana sem best eru eingöngu sjálfsafgreiðslukassar, það dregur þó ekki úr þjónustu og starfsfólk okkar á vaktinni við kassanna,” segir Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar.

Sérstök opnunartilboð verða fram yfir helgi í versluninni á meðan birgðir endast.

Opnunartími verslunarinnar er frá 9 – 20 alla daga vikunnar.

mbl.is