Spennandi nýjungar frá Örnu

Það heyrir alltaf til tíðinda þegar nýjar vörutegundir koma á markað og á dögunum bárust þær fregnir að von væri á þremur nýjum skyrtegundum frá Örnu.
Um er að ræða hreint laktósalaust skyr með botnfylli af ávöxtum.
Þrjár bragðtegundir verða í boði: jarðarber, bláber og ferskjur og ætti skyrið að koma í verslanir á næstu dögum.
mbl.is