Kaffiklúbburinn fyrir kaffiunnendur

Einn snjallasti kaffiklúbbur sem stofnaður hefur verið er Kaffiklúbbur Kaffitárs en þar fá meðlimir senda tvo kaffipoka mánaðarlega með það að markmiði að kynna það nýjast og besta sem er að gerast í kaffiheimum og til að vekja athygli á þeim bændum sem vinna eftirtekarvert starf í kaffiræktun.

Að auki fá klúbbmeðlimir að koma og fræðast sérstaklega um kaffi; hitta brennsumeistarann, taka þátt í smökkun, fara á námskeið og hitta kaffibændur þegar þess verður kostur.

Kaffið sem er í boði í september er:

Kenía Mukima
Mukima kemur frá vinnslustöð í Kirinyagahéraði sem er í hlíðum fjallsins Kenía. Kirinyaga á sérstakan sess hjá kaffibrennslumeistara Kaffitárs því þegar hann var að læra að brenna kaffi fyrir 32 árum og vann í kaffibrennslu í Madison Wisconsin var Kenía Kirinyaga uppáhaldskaffi flestra í kaffibrennslunni og alltaf viðhöfn þegar hellt var upp á það í kaffistofunni.

Daterra Bourbon Collection
Hér er á ferðinni ný tegund af Daterrakaffi sem kallast Bourbon Collection og er í miklu uppáhaldi hjá smökkurum Kaffitárs. Gult Bourbonyrki hefur vaxið frá upphafi kaffiræktunar í Brasilíu. Það stökkbreyttist frá rauðu Bourbon strax í upphafi kaffiræktunar. Boubon Collection er blanda af báðum þessum berjum og með því fæst yndisleg angan af blómum, súkkulaði, kryddi og sítrus.
Súkkulaðihúðaðar mandarínur, karamella og sítrus. Bolti í munni með löngu mjúku eftirbragði.
Bourbon Collection er frábært í expressóvélar og í cappuccino er það mjúkt og mikið nammi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert