Svona bakar þú margar pítsur í einu

Svona kemur þú þremur pítsum fyrir í einu á einni …
Svona kemur þú þremur pítsum fyrir í einu á einni grind. mbl.is/Facebook_Family Lockdown Tips & Ideas

Það getur verið tímafrekt að baka pítsur í ofni fyrir alla fjölskylduna þegar ofninn rúmar ákveðið mikið í einu – nema með þessari aðferð.

Þar sem pítsur eru oftast hringlóttar í laginu, þá komast ekki mikið fleiri en ein pítsa í hverja „hillu“ í ofninum. Og ef þú ætlar að hita eitthvað annað með í ofninum, þá vandast málið því það er ekkert pláss.

En til þess að leysa slíkan vanda, eru sem betur fer nóg af hugmyndaríkum húsmæðrum þarna úti sem virðast eiga lausnir við öllu, og þar með töldu þessu.

Kona nokkur deildi nú á dögunum aðferð sem margir voru gapandi yfir. En færslan var sett inn á Facebook grúppu sem kallast „Family Lockdown Tips & Ideas“. Þar sýnir hún hvernig hún sker frosnar pítsur til helminga og raðar þeim þannig að allt plássið á ofngrindinni nýtist sem best. Fullkomin lausn fyrir þá sem þurfa að hita margar pítsur í einu eða jafnvel nota ofnskúffuna undir franskar kartöflur. Þegar pítsurnar hafa bakast í ofninum eru þær skornar í sneiðar og enginn mun sjá muninn á því hvort þær hafi verið helmingaðar áður en þær fóru inn í ofn. Og fjölskyldan getur setið saman og notið matarins, í stað þess að einhverjir þurfi að bíða eftir að pítsan þeirra fari í ofninn vegna plássleysis.

mbl.is