Nýstárleg nýjung frá Georg Jensen

Nýjungar frá Georg Jensen - blómapottar og vatnskanna.
Nýjungar frá Georg Jensen - blómapottar og vatnskanna. Mbl.is/Georg Jensen

Í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins, Georg Jensen, þá kemur vörulína sem aldrei hefur sést til þessa.

Georg Jensen hefur í samvinnu við norsku arkitekta- og hönnunarstofuna Snøhetta, hannað nýstárlegan plöntuheim – þar sem skandinavískri fagurfræði er ögrað og sameinuð með málmi og terracotta. En Snøhetta er þekkt fyrir fjölhæf verkefni, svo sem Óperuhúsið í Osló og The National September Memorial Museum & Pavillion í New York.

Nýja vörulínan kallast Terra og samanstendur af blómapottum í nokkrum stærðum, vatnskönnu og bakka með þremur litlum pottum undir kryddjurtirnar þínar. Hugmyndin var að skapa plöntuheim byggt á rökfræði náttúrunnar. En Marius Myking, framkvæmdastjóri vöruhönnunar Snøhettu, segir í samtali að blómapottunum hafi visvítandi verið snúið á hvolf – til að plantan fái möguleika á að festa rætur á sama hátt og úti í náttúrunni, en auðvitað má nota þá á báða vegu. Og þar fyrir utan eru pottarnir framleiddir úr terracotta sem er umhverfisvænt efni og eins úr ryðfríu stáli.

Blómapottarnir eru ný túlkun á þekktri hönnun sem nota má inni og úti, og hér er sannarlega haldið í virkni án þess að skerða fagurfræðina.

Georg Jensen hefur aldrei áður framleitt vörur sem þessar.
Georg Jensen hefur aldrei áður framleitt vörur sem þessar. Mbl.is/Georg Jensen
Þessi vatnskanna er með þeim fallegri - sjáið línurnar.
Þessi vatnskanna er með þeim fallegri - sjáið línurnar. Mbl.is/Georg Jensen
Mbl.is/Georg Jensen
Mbl.is/Georg Jensen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert