Ljúfur og lekker kokteill

Ljósmynd/Linda Ben

Hér er á ferðinni dásemdarkokteill úr smiðju Lindu Ben. Einfaldur, góður og það má vel sleppa áfenginu ef vill.

Bláberjalímonaði

  • 1 lítið búnt af ferskri myntu
  • 30 ml sykursíróp
  • 1 dl bláber
  • 30 ml vodki
  • 200-250 ml límonaði
  • klakar

Aðferð:

Setjið myntu og bláber í kokteilhristara ásamt sykursírópi og vodka, kremjið myntuna og bláberin, hristið svo saman. Hellið í gegnum sigti ofan í glas sem hefur verið fyllt af klökum. Fyllið glasið af límonaði.

Heimagert sykursíróp

  • vatn
  • sykur
  • limebörkur

Í pott setjið þið vatn og sykur – í jöfnum hlutföllum.

Látið suðuna koma upp og slökkvið þá undir og látið kólna. Til eru aðrar aðferðir þar sem sírópið er soðið niður og verður þar af leiðandi mun sætara, en það er önnur uppskrift.

Við ætlum hins vegar að kenna ykkur einfalda aðferð þar sem stuðst er við fullt af skemmtilegum matreiðlsuhugtökum sem þið getið notað og slegið aðeins um ykkur í veislunni.

Ef þið viljið bragðbæta sírópið er það yfirleitt kallað að „infjúsa“. Dregið af enska orðinu infuse en það er slangrið sem sérfræðingarnir nota.

Vinsælt er að „infjúsa“ sykursíróp með lime og þá er tekinn limebörkur og hann „blancheraður“. Það þýðir að hann er settur í pott með vatni og suðan látin koma upp. Þetta ferli er endurtekið tvisvar eða þrisvar og ávallt skipt um vatn á milli.

Tilgangurinn með þessu er að losna við biturleikann úr berkinum.

Síðan setjið þið börkinn út í sykursírópið þegar suðan er komin upp á því og leyfið því að kólna með berkinum í. Síðan takið þið börkinn upp úr og tappið sírópinu á fallega flösku, merkið með bragði og dagsetningu og geymið í kæli. Sírópið á að geymast vel og við lofum að þú munt slá í gegn í næstu veislu með það meðferðis. Það virkar alveg jafn vel í áfenga og óáfenga drykki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert