Leyndarmálið á bak við magavöðva J.Lo

Ljósmynd/skjáskot af Instagram

Þetta er mögulega ein eftirtekstaverðasta setning síðari ára og maður spyr sig hvað átt sé við? En öll vitum við að hin 51 árs gamla Jennifer Lopez er með einstaklega öfluga magavöðva og svo spillir ekki fyrir lág fituprósenda framan á téðum kviðvöðvum þannig að þeir sjást einstaklega vel.

Lopez er með svakalega magarútínu þar sem hún pússlar þremur magaæfingum saman og endurtekur síðan allt settið þrisvar... en það er ekki fréttin.

Það sem er merkilegast hér er að næringarfræðingur hennar, Kelvin Fernandez, sagði þessi fleygu orð: Magavöðvar J.Lo verða til í eldhúsinu. Að sögn hans tók Lopez verulega til í mataræði sínu í fyrra meðan hún undirbjó sig fyrir Ofurskálina. Inn í prógramminum var meðal annars 10 daga hreinsikúr þar sem hún tók úr allan sykur og kolvetni. Að kúrnum lokið leið Lopez svo vel að hún hefur haldið sig við það mataræði. Ísskápurinn hennar alltaf fullur af grænmeti og grænum söfum og alls kyns góðgæti sem gælir við kroppinn.

Jennifer Lopez í ræktargallanum.
Jennifer Lopez í ræktargallanum. skjáskot/Instagram
mbl.is

Bloggað um fréttina