Nýr heilsudrykkur tilnefndur til þrennra alþjóðlegra heilsuverðlauna

Captain Kombucha, sem hefur farið sigurför um Evrópu og fæst nú á Íslandi, var á dögunum tilnefnt til þrennra verðlauna á The Healthy Awards 2020 sem Holland & Barrett stendur fyrir.

Captain Kombucha er tilnefnt vörumerki ársins, besti drykkurinn (hindberja Kombucha) og best fyrir þarmaflóruna. Captain Kombucha er ferskur og svalandi drykkur sem inniheldur aðeins 100% náttúruleg hráefni; lífrænt grænt te, góðgerla, andoxunarefni og vítamín.

Kombucha er ævaforn heilsudrykkur sem á uppruna sinn í Asíu, þekktur þar sem „eilífðar-heilsudrykkurinn“ en síðastliðin ár hefur hann vaxið gríðarlega í vinsældum um allan heim. Við framleiðslu á Captain Kombucha er farið eftir hinni ævafornu uppskrift, lífrænt grænt te látið gerjast með samlífisræktun góðra baktería og gers. Við þetta myndast koltvísýringur sem gerir drykkinn freyðandi og frískandi.

Heilbrigð þarmaflóra er gríðarlega mikilvæg fyrir andlega og líkamlega heilsu. Þarmaflóran gegnir lykilhlutverki fyrir ónæmiskerfið og ýmsar rannsóknir sýna að yfir 70% af ónæmiskerfinu eru í þarmaflórunni. Rannsóknir hafa einnig sýnt að um 95% af serótóníni, mikilvægu taugaboðefni fyrir andlega heilsu, eru framleidd í þarmaflórunni.

Þarmaflóran í venjulegri manneskju inniheldur yfir þúsund mismunandi tegundir gerla og baktería. Jafnvægi þessara baktería getur auðveldlega raskast vegna veikinda, inntöku sýklalyfja, koffínneyslu, álags, streitu og neyslu næringarsnauðrar fæðu.

Góðgerlarnir og andoxunarefnin sem finna má í Captain Kombucha eru talin stuðla að heilbrigði í meltingarvegi, meiri orku, vatnslosun og hafa jákvæð áhrif á andlega líðan, að því að fram kemur í fréttatilkynningu.

mbl.is