Þetta verða Pringles aðdáendur að eignast

Pringles jóladagatal fyrir þá allra hörðustu í snakkinu.
Pringles jóladagatal fyrir þá allra hörðustu í snakkinu. mbl.is/B&M

Jólin nálgast óðfluga og dagatöl af ýmsum gerðum hafa ratað í verslanir víða um heim. Það eru þó ekki allir sem kjósa súkkulaði og sætindi, og vilja gera vel við sig með góðu snakki sem þessu frá Pringles.

Vegna mikillar eftirspurnar frá neytendum kemur Pringles dagatal á markað. Hér er um fjórar bragðtegundir að velja úr – orginal, salt og vinegar, sour cream and onion og BBQ. Þrátt fyrir fáar bragðtegundir, þá vitum við fyrir víst að sannir Pringles aðdáendur munu alls ekki yfir þessu kvarta. Hægt er að kaupa dagatalið á Amazon HÉR. Merry Pringles!

mbl.is