Kókoskúlurnar sem þykja þær bestu

Kókoskúlur sem þykja ómótstæðilegar úr uppkskriftabók Mette Blomsterberg.
Kókoskúlur sem þykja ómótstæðilegar úr uppkskriftabók Mette Blomsterberg. mbl.is/MetteBlomsterberg

Hér eru kókoskúlur sem þykja þær bestu, en þessar koma úr uppskriftabók Mette Blomsterberg, sjónvarpskokks og ókrýndrar kökudrottningar Danmerkur.

Kókoskúlurnar sem þykja þær bestu

  • Korn af ½ vanillustöng
  • 100 g flórsykur
  • 175 g haframjöl
  • 1 msk. kakó
  • 225 g smjör við stofuhita
  • 75 g kókosmjöl

Aðferð:

  1. Skafið vanillukornin úr stönginni með litlum hníf.
  2. Maukið kornin saman við flórsykurinn, þannig að kornin skiljist að.
  3. Blandið vanillusykrinum saman við haframjölið, kakóið og smjörið og hnoðið vel saman í góðan massa.
  4. Mótið sirka 30 kúlur úr massanum og veltið þeim upp úr kókosmjöli.
  5. Setjið kúlurnar í lofttæmt box og þá geymast kúlurnar í allt að viku inni í ísskáp.

Uppskrift: Mette Blomsterberg

mbl.is/MetteBlomsterberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert