Munu gefa mat á kjörstað

Senn líður að forsetakosningum í Bandaríkjunum og hafa góðgerðarsamtökin World Central Kitchen tilkynnt að þau muni bjóða kjósendum upp á mat á kjördag en oftar en ekki er algengt að kjósendur þurfi að standa í röðum í fjölda klukkustunda fyrir utan kjörstað auk þess sem kosningar fara fram á þriðjudegi sem er almennur vinnudagur. Ætlunin sé að auðvelda fólki biðina og deila gleði.

Er það ætlun WCK að koma til móts við kjósendur með þessum hætti en jafnframt munu veitingamenn slást í hóp með samtökunum. Verkefnið hefur hlotið nafnið Chefs for The Polls og verður starfandi þann 3. nóvember næstkomandi auk daganna á undan fyrir þá sem hyggjast kjósa utan kjörfundar. Verkefnið fer fram í yfir tuttugu borgum, þar á meðal Los Angeles, Chigaco, Charlotte, Pittsburg auk fjölda annarra.

Samtökin voru stofnuð af matreiðslumanninum Jose Andreas og eru sérlega öflug í öllu hjálparstarfi. Sú sem þetta skrifar hefur persónulega reynslu af samtökunum og vinnubrögðum þeirra sem eru ótrúleg. Þegar náttúruhamfarir eru yfirvofandi eru samtökin tilbúin og alla jafna mætt á svæðið nokkrum klukkustundum eftir að það er hægt og tilbúin að framleiða mat ofan í tugi þúsunda. Jose Andreas er einn þekktasti og virtasti matreiðslumaður Bandaríkjanna og hefur verið mjög andvígur innflytjendastefnu Trumps.

Heimasíðu World Central Kitchen er hægt að nálgast HÉR.

Grein Time um Jose Andreas.

mbl.is/skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert