Fiskmarkaðurinn x Berjamór

Fiskmarkaðurinn og Berjamór ætla að leiða saman hesta sína dagana 1.-10. október þar sem hágæðamatreiðsla verður pöruð með hreinum óspilltum náttúruvínum. Segja aðstandendur að hér sé um að ræða viðburð þar sem það sé sérstök upplifun að drekka náttúruvín með mat.

Að sögn Hrefnu Sætran verður boðið upp á mikið úrval náttúrvína en viðburðurinn er haldinn í samstarfi við fyrirtækið Berjamó sem sérhæfir sig í innflutningi á náttúruvínum en mennirnir á bak við fyrirtækið eru þeir Dóri DNA og Ben Boorman

„Náttúruvín eru þannig gerð að þau breytast meira en önnur vín þegar þau eru pöruð með mat. Þau eru líka oft létt og passa langbest með fiski svo það var svona kveikjan að þessu. Berjamór hefur aldrei verið með svona áður í samstarfi við veitingastaði heldur hafa þeir meira verið að selja stöðum flöskur og verið bara með vínsmakk en þetta er allur pakkinn. Það er alveg magnað hvað vínið og maturinn fullkomna hvort annað. Mæli með að smakka vínið áður en þið smakkið matinn til að finna muninn.“

Dóri og Ben verða á svæðinu fimmtudagana 1. og 8. október til að svara spurningum um náttúruvínin. „Það er ótrúlega gaman að hlusta á þá því þeir eru svo fróðir um vínin og hafa svo mikla ástríðu fyrir þessu,“ segir Hrefna en matseðillinn er einstaklega spennandi eins og Fiskmarkaðarins er von og vísa.

Fimm rétta matseðill að hætti Fiskmarkaðsins

Verð 7.900 kr. / 8.900 kr. með vínpörun

Sashimi á klaka, besti bitinn af laxi, túnfisk, hörpuskel, bleikju og sætri rækju, skorinn í fullkomna sashimi-bita.

Opin maki-rúlla með stökku nori, volgum sushi-grjónum og krydduðum laxatartar á toppnum.

Vín: Christoph Mignon Brut Nature, Champagne, Frakkland

Smokkfiskur tempura, smokkfiskur í tempuradeigi, borinn fram með sítrusmæjónesi og stökkum sölvum.

Vín: Papillon, Languedoc, Frakkland

Val á milli:

Nauta-ribeye með stökkum smælkikartöflum og reyktri chili- béarnaise

Vín: Azimut, Penedes, Spánn

eða

Léttsaltaður þorskur (h) kryddaður með lime-salti, borinn fram með sætu sellerísalati

Vín: Wilder Satz, Pfalz, Þýskaland

Úrvalsblandið

Úrval eftirrétta, fyrir allt borðið til að deila.

Vín: Auslese, Pfalz, Þýskaland

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »