Munu fagna fjölbreytileika íslenskrar ostagerðar

mbl.is/

Í dag hefst formlega hinn árlegi Ostóber sem Mjólkursamsalan stendur fyrir en þá er markmiðið að fagna fjölbreytileika íslenskrar ostagerðar. Vill MS með þessu framtaki hvetja landsmenn til að borða sína uppáhalds osta, smakka nýja og prófa sig áfram með ostana í matargerð.

Hvað er betra en að hafa það huggulegt heima í skammdeginu, kveikja á kertum og gæða sér á íslensku ostagóðgæti? Á gottimatinn.is er að finna heilan hafsjó af uppskriftum þar sem íslenskir ostar koma við sögu og ber þar hæst að nefna uppskriftir með Óðalsostum, Dalaostum, rjómaostum og rifnum ostum, en nýverið bættust í safnið uppskriftir sem innihalda Goðdala ostana Feyki, Gretti og Reyki sem eru sælkeraostar úr Skagafirði. Það mun allt iða af lífi á samfélagsmiðlum og geta heppnir fylgjendur Gott í matinn á Facebook tekið þátt í laufléttum leik og unnið veglegar gjafakörfur með úrvali af íslenskum ostum frá MS.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert