Hélt glæsilegt útgáfuboð fyrir vinkonurnar

María Gomez, Henný Gunnarsdóttir, Lukka Berglind Brynjarsdóttir, Málfríður Eva Jörgensen, …
María Gomez, Henný Gunnarsdóttir, Lukka Berglind Brynjarsdóttir, Málfríður Eva Jörgensen, Íris Thelma Jónsdóttir, Þórunn Hulda Vigfúsdóttir, Harpa Ólafsdóttir, Berglind Hreiðarsdóttir, Íris Huld Guðmundsdóttir og Ingibjörg Aradóttir. Árni Sæberg

Matarbloggarinn og matreiðslubókahöfundurinn Berglind Hreiðarsdóttir á

<a href="https://gotteri.is" target="_blank">Gotteri.is</a>

fagnað á dögunum útkomu bókar sinnar Saumaklúbburinn á heldur óhefðbundinn hátt. Í stað þess að slá upp stórri veislu bauð hún tíu vinkonum sínum sem allar höfðu lagt sitt sitt af mörkum til bókarinnar.

„Þessar yndislegu konur hafa komið inn í líf mitt hver úr sinni áttinni. Sumar hef ég þekkt meira en hálfa ævina á meðan aðrar mun styttra. Það sem þær eiga hins vegar allar sameiginlegt er að vera miklir fagurkerar sem ég treysti fullkomlega í þetta verkefni. Heimili, matarvenjur og stíll hverrar fyrir sig setti einstakan svip á þennan kafla og gaman að sjá hvernig þemað í honum skiptist upp eftir því hvert er farið í heimsókn. Ég var gapandi af undrun í hvert einasta skipti sem ég mætti með myndavélina mína í heimsókn. Þvílíkur metnaður, girnilegar uppskriftir og fallegheit tóku á móti mér og það er einmitt ástæðan fyrir því að þessi kafli fékk fleiri blaðsíður í bókinni heldur en til stóð í upphafi. Ég er þeim ævinlega þakklát fyrir að nenna að standa í svona brasi með vinkonu sinni og hugsa ég að þetta sé klárlega nýjung í uppskriftabók hérlendis," segir Berglind um tilurð veislunnar en bókin Saumaklúbburinn sneisafull af girnilegum uppskriftum og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var kátt á hjalla hjá hópnum.

Berglind afhendir hér vinkonu sinni, Þórunni Huldu Vigfúsdóttur gjöf.
Berglind afhendir hér vinkonu sinni, Þórunni Huldu Vigfúsdóttur gjöf. mbl.is/Árni Sæberg
Bókin vakti mikla lukku eins og sjá má.
Bókin vakti mikla lukku eins og sjá má. mbl.is/Árni Sæberg
Veitingarnar voru ekki af verri endanum.
Veitingarnar voru ekki af verri endanum. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is