Bragðgott, hollt og einfalt salat sem þú átt eftir að elska

Ljósmynd/Linda Ben

Þessi uppskrift kemur úr smiðju Lindu Ben en hún segir hana henta vel sem léttan kvöldmat eða hádegismat.

„Þetta er mjög þægilegur réttur að setja saman og upplagt að smella í þetta salat til dæmis í hádegismat ef það eru til afgangs sætar kartöflur frá kvöldinu áður. Möguleikar á mismunandi útfærslum nánast endalausir svo ég hvet ykkur til þess að nota það grænmeti sem þið eigið til í ísskápnum heima í þennan rétt," segir Linda Ben um uppskriftina sem stendur sannarlega fyrir sínu.

Sætkartöflu-kínóasalat

  • 1 stk. sæt kartafla
  • 200 g eldað kínóa
  • 1 rauðlaukur
  • salt og pipar
  • ¼ tsk. paprikukrydd
  • ¼ tsk. kummín
  • 1 hvítlauksgeiri
  • 2 msk. ólífuolía
  • 1 dós nýrnabaunir
  • 3 stk. tómatar
  • 3 msk. fetaostur
  • fersk steinselja
  • sítróna

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum, stillið á 200°C undir- og yfirhita.
  2. Flysjið sætu kartöfluna og skerið í litla bita, setjið í eldfast mót. Skerið rauðlaukinn smátt og bætið út á mótið, pressið hvítlauksgeirann út í og kryddið með salti, pipar, paprikukryddi og kummíni. Blandið öllu saman og setjið svolítið af ólífuolíu yfir. Bakið í u.þ.b. 20 mín eða þar til kartöflurnar eru mjúkar í gegn.
  3. Á meðan kartöflurnar eru inn í ofni, sjóðið þá kínóað samkvæmt leiðbeiningum á pakkningunum.
  4. Skerið tómatana smátt og skolið nýrnabaunirnar.
  5. Setjið allt úr eldfasta mótinu í skál ásamt tómötum, nýrnabaunum og fetaosti, blandið saman og berið fram með ferskri steinselju og kreistið safann úr sítrónu yfir.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert