Drottningin byrjar að drekka fyrir hádegi

Breska drottningin slær ekki hendinni á móti góðum kokteil.
Breska drottningin slær ekki hendinni á móti góðum kokteil. Mbl.is/Yui Mok - WPA Pool/Getty Images

Það hefur aldrei verið leyndarmál að breska konungsfjölskyldan kann að staupa sig. í raun nær hefðin aftur nokkrar kynslóðir. Sagan segir að móðir Elísabetar drottningar hafi verið mikið fyrir sopann og oftar en ekki var grínast með að hún væri með „holan fótlegg“ sem tæki við öllu magninu.

Orðið á götunni segir jafnframt að Elísabet Bretlandsdrottning drekki fjóra kokteila á dag. Í bókinni „Long Live the Queen! 13 Rules for Living from Britain's Longest Reigning Monarch“, eftir Bryan Kozlowski, bendir hann á að drottningin hafi erft drykkjuafl móður sinnar og drekki fjóra kokteila á dag, þann fyrsta rétt fyrir hádegi.

En þetta eru allt óstaðfestar heimildir, og segir Kozlowski að drottningin drekki þó reglulega og það gæti jafnframt verið leyndarmálið á bak við langlífi hennar og andlega líðan. Hann segir einnig að fólk sem býr á svokölluðum „bláum svæðum“ í heiminum drekki daglega til að minnka stress. Hann vitnar þá í Dan Buettner sem hefur rannsakað lífsstíl fólks á bláum svæðum – og trúir því að einn drykkur í lok dags dragi úr streitu og sé almennt góður fyrir heilsuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina