Frítt að borða fyrir börnin

Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna.
Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna.

Gleðip­inn­ar ætla að end­ur­taka leik­inn frá því í vor og bjóða öll­um börn­um ókeyp­is að borða í í heim­töku á völd­um stöðum. Tilboðið gildir á eftirtöldum stöðum: Ham­borg­arafa­brikk­unni, Pít­unni, Black­box, American Style og Shake&Pizza. Mun þetta gilda alla daga vik­unn­ar, all­an opn­un­ar­tím­ann og um er að ræða einn ókeyp­is barna­rétt með hverj­um keypt­um aðal­rétti.

„Nú skiptir öllu máli að við sem þjóð ræktum jákvæðnina og horfum á björtu hliðarnar. Þetta mun taka enda og þó að þessi skrambans veira sé þreytandi þá látum við hana ekki buga okkur. Íslendingar gefast aldrei upp,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna. 

Heimtaka, heimsendingar og netpantanir

Gleðipinnar og Hreyfill sneru bökum saman í samkomubanninu í vor og hefur það samstarf gengið frábærlega. Allir veitingastaðir Gleðipinna bjóða upp á heimsendingu með Hreyfli. Frítt ef pantað er fyrir 9.900 kr. eða meira, annars kostar heimsendingin 1.500 kr. Einnig geta viðskiptavinir pantað mat frá Gleðipinnum á Aha.is. „Við höfum reynt eftir fremsta megni að vera til staðar fyrir okkar viðskiptavini á meðan þessar aðstæður eru uppi. Við gerum ráð fyrir því að afgreiða meira af heimtökupöntunum og erum með hagstæð heimtökutilboð á stöðunum okkar. Viðskiptavinir okkar geta nú pantað mat á vefsíðum allra okkar staða, sem kemur sér afar vel á þessum skrýtnu tímum,“ segir Jóhannes. 

Afgreiðslutímar Gleðipinnastaða í samkomubanni: 

  • Keiluhöllin og Shake&Pizza: 17-21 alla daga. Keiluhollin.is / shakeandpizza.is / 517 18 19
  • Fabrikkan Höfðatorgi: Mán. - fös.: 11.30-20.30. Lau. - sun.: 17-20.30.
  • Fabikkan Kringlunni: Mán. - lau.: 11.30-20. Sun. - 17-20. 
  • Fabrikkan.is / 5757575 
  • Blackbox: Mán. - fös.: 11.30-14 og 17-20.30. Lau. - sun.: 17-20.30. Blackboxpizza.is / 546 0321
  • American Style, Saffran, Pítan og Eldsmiðjan: Sun. - fim.: 11.30 - 21. Lau. - sun.: 17 - 21
  • saffran.is / 5 78 78 74 - pitan.is / 562 9090 - eldsmidjan.is / 562 3838
  • Aktu Taktu: Óbreyttur afgreiðslutími
mbl.is