Mexíkósk veisla af allra bestu gerð

Mexíkósk veisla af bestu gerð í boði Hildar Rutar.
Mexíkósk veisla af bestu gerð í boði Hildar Rutar. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Mexíkóskur matur er ólýsanlega góður og getur nánast ekki klikkað í matreiðslu. Hér býður Hildur Rut okkur upp á veislu sem er fljótleg og einstaklega góð – eða burrito með kjúklingi, kínóa og guacamole.

Mexíkósk veisla af allra bestu gerð (fyrir 4)

  • 600 g kjúklingalundir (má nota kjúklingabringur eða annað)
  • 1 lítill laukur, skorinn í strimla
  • 2 msk ólífuolía
  • ½ lime
  • ¼ tsk. cayennepipar
  • ½ tsk. kummín
  • 1 tsk. salt
  • ½ tsk. pipar
  • stórar tortillur
  • express quinoa spicy mexican frá Quinola
  • rjómaostur
  • rifinn cheddarostur
  • sýrður rjómi

Guacamole með cheddarosti

  • 2 avókadó
  • 1 dl rifinn cheddarostur
  • ½ lime
  • 1 msk. ferskur kóríander (má sleppa)
  • salt og pipar
  • cayennepipar
  • 1-2 msk. rauðlaukur
  • 2 tómatar

Aðferð:

  1. Snyrtið kjúklinginn og skerið í minni bita.
  2. Blandið saman ólífuolíu, safa úr lime, cayennepipar, kummíni, salti og pipar og veltið kjúklingnum upp úr blöndunni.
  3. Steikið kjúklinginn og laukinn upp úr ólífuolíu þar til hann er eldaður í gegn.
  4. Smyrjið rjómaosti á tortillurnar, dreifið 2-3 msk kínóa á þær, kjúklingi og rifnum cheddarosti.
  5. Rúllið tortillunum upp í burrito, penslið með ólífuolíu og bakið í 10 mínútur við 180°C.
  6. Berið fram með guacamole og sýrðum rjóma.

Guacamole með cheddarosti

  1. Blandið avókadó, cheddarosti, safa úr lime, kóríander, salt og pipar með töfrasprota (það er líka gott að stappa þessu saman ef þið eigið ekki töfrasprota).
  2. Skerið rauðlauk og tómata smátt og blandið saman með skeið.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert