Hanna nýjan veitingastað

Eigendur HAF STUDIO hafa nýlokið við hönnun á veitingastaðnum Gandhi.
Eigendur HAF STUDIO hafa nýlokið við hönnun á veitingastaðnum Gandhi. mbl.is/Árni Sæberg

Innrétting á nýjum húsakynnum veitingastaðarins Gandhi hefur staðið yfir síðasta misseri, en staðurinn var opnaður aftur fyrir hálfum mánuði.

Það eru hjónin í HAF, þau Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir, sem hafa veg og vanda af útliti staðarins, en þau eru einnig í miðju kafi við að hanna útlit nýrrar mathallar sem verður opnuð í Borgartúni.

Verkefni HAF og aðaltekjulind er innanhússhönnun fyrir fyrirtæki og einstaklinga, en auk þess reka þau eigin verslun þar sem finna má ýmsa smávöru undir þeirra vörumerki.

Þau segja að stærstur hluti hvers verkefnis fari í samtal milli þeirra og viðskiptavina: til að „kynnast rækilega þeim þörfum“ sem uppfylla skal hverju sinni m.t.t. staðsetningar, starfsemi og þeim anda sem á að ríkja hverju sinni. Ekki dugi að „afrita teikningar“, heldur verður hvert verkefni að vera sérstakt á sinn hátt. Þannig segja þau starfið vera nær því að vera lífsstíll, þar sem öllum stundum er varið í að skoða nýjar hugmyndir og lausnir sem nýtast í starfi. Auk þeirra tveggja starfa tveir aðrir hönnuðir hjá stofunni sem veltir um 70 milljónum á ári.

Spurð um framtíðina upplýsa þau Hafsteinn og Karitas að á teikniborðinu sé ný og stærri vörulína: heil sumarhús sem samsett eru úr einingum framleiddum í Lettlandi, en með áherslum HAF í notkun, útliti og gæðum. Dreymin á svip lýsa þau þeirri sýn að einn góðan veðurdag verði HAF í þeirri stöðu að geta boðið heildstæða línu af flestu því sem innanstokks kann að finnast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »