Bakaði fallegasta brauð sem sést hefur

Ljósmynd/Elenora Rós

Við hér á matarvefnum þykjumst afburðasmekklegt fólk upp til hópa og teljum okkur hafa yfirburðavit á því hvað telst ægifagurt og hvað er hreinræktað fúsk.

Uppáhaldsbakarinn okkar, Elenora Rós, bakaði brauð sem hún kallar graskersbrauð, sem er svo fallegt að hjartað tók bókstaflega aukaslag af hrifningu. Elenora sendi okkur góðfúslega myndir af brauðinu til birtingar ásamt aðferðinni en þeir sem vilja fylgja henni á samfélagsmiðlum geta gert það HÉR.

Aðferðin er svo svona:

1. Byrjið á að finna garn eða band sem má fara í heitan ofninn, t.d. sláturgarn.

2. Klippið fjögur frekar löng bönd sem ná allan hringinn í kringum deigið. 

3. Raðið böndunum þannig að átta þríhyrningar myndist. Fyrst í kross og svo í X. 

4. Hvolfið í hefunarkörfu og lagið böndin þannig að þau séu aftur bein.

5. Bindið öll böndin inn að miðju.

6. Skerið fallega í deigið.

7. Setjið deigið í ofninn og bakið. 

Ljósmynd/Elenora Rós
Ljósmynd/Elenora Rós
Ljósmynd/Elenora Rós
Ljósmynd/Elenora Rós
Ljósmynd/Elenora Rós
Ljósmynd/Elenora Rós
Ljósmynd/Elenora Rós
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert